Í morgun hefur verið flughált á götum bæjarins en nú er unnið hörðum höndum að því að bera salt á götur og gangstéttir. Lögreglan segir að engin óhöpp hafi ratað inn á borð hjá sér en þó séu ýmis ummerki að bílar hafi farið utan í, m.a. grindverk við Hásteinsblokkina og þá hafi frést af einhverjum sem hafi þurft að fara upp á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálkunni.