Greint var frá því í síðustu viku að samningur um áætlunarflug milli lands og Eyja væri að detta út um næstkomandi mánaðarmót.
Í samtali við Eyjar.net segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltruí Vegagerðarinnar að málið hafi verið að komast á hreint í dag.
„Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan verður óbreytt og farþegar bóka sig og koma í flug á sama stað og áður.“ segir G. Pétur.
https://eyjar.net/thryst-a-um-framlengingu-a-flugi/
https://eyjar.net/kaupa-sig-inn-i-erni/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst