Flugurnar unnu þarft verk
3. september, 2017
Fyrir rétt rúmu ári síðan fór blaðamaður í heimsókn til Páls Helgasonar á heimili hans í Búhamrinum en þar hefur hann síðustu ár lagt stund á ræktun á hinum ýmsu ávöxtum og grænmeti og er uppskeran alla jafna góð. Var Páll þá með tómata, epli, appelsínur og chilli svo eitthvað sé nefnt. Eins og fram kom í fyrra viðtalinu kviknaði áhugi Páls á þessari iðju þegar hann gerði tilraun með bananaræktun sem misheppnaðist. Með þolinmæði og brennandi áhuga á viðfangsefninu hefur Páll náð góðum tökum á ræktuninni og er fátt sem þessi hálfníræði ávaxtabóndi getur ekki fengið til að vaxa.
�??Í mars var ég svo heppinn að hér voru hunangsflugur, eða holugeitungar, á ferð svo ég fór út og veiddi töluvert af þeim og kom þeim fyrir inni í skála þar sem plönturnar mínar eru því frjóvgun blómanna getur ekki orðið öðruvísi en í gegnum hunangsfluguna. �?etta voru ekki svo margar flugur, kannski fimm, sex talsins. Aftur á móti náði ég í hátt í 40 stykki í apríl en sl. haust setti ég niður í kringum þúsund lauka, túlípana og þvíumlíkt. Flugurnar sóttu mikið í þetta og var bara saumur af flugum hérna í garðinum. �?g veiddi þær og setti inn í gang hjá mér. Til að byrja með voru þær órólegar og leituðu á glerið en síðar meir fundu þær sér bústað hérna og unnu þarft verk og blómin frjóvguðust,�?? segir Páll um samstarf sitt við hunangsflugurnar.
Einstakt samband við flugurnar
Eins og fyrr segir róuðust flugurnar fljótt í nýja umhverfinu og voru meira að segja farnar að treysta húsbóndanum á heimilinu fyrir skutli á milli plantna. �??�?etta var nú svolítið skrítið en undir það síðasta, þegar ég vildi frjóvga einhverja ákveðna plöntu, gat ég farið með höndina upp að flugunum og þær skriðu upp á og leyfðu mér að færa sig á milli. �?g var aldrei stunginn. Sumar voru órólegar og þá bara sleppti ég þeim en aðrar voru rólegar og treystu mér,�?? segir Páll og heldur áfram að lýsa atferli vængjuðu vina sinna. �??Á kvöldin sá maður hvernig þær stungu sér inn í blómin, með hausinn á undan og lágu jafnvel á bakinu. �?g fór með stækkunargler til að skoða þetta og tók eftir því að andardrátturinn var mjög hægur í samanburði við það þegar þær eru á fullu �??swingi�??.
Hátt í 30 klasar af vínberjum
Í samtali sínu við Eyjafréttir í fyrra sagðist Páll m.a. vera að gera tilraunir með vínvið sem hann vonaði að myndi bera ávöxt að ári liðnu. Eins og við mátti búast varð honum að ósk sinni. �??Núna hefur vínviðurinn aldeilis tekið við sér því ég á von á að fá 25-30 klasa af vínberjum. En svo aftur plómurnar sem ég er með, sem við vorum einmitt að smakka á, þær tókust alveg mjög vel, sérstaklega útaf frjóvguninni og ég reikna með að í dag sé ég með á annað hundrað plómur,�?? segir Páll og heldur upptalningunni áfram. �??�?g er einnig með rauð epli, græn epli og svo líka dvergepli og ég reikna með að uppskeran í ár verði í heildina um 200 epli.�??
Í ár hvíldi Páll sig á tómötunum en þeir komu mjög vel út hjá honum í fyrra. �??�?g hvíldi mig aðeins á tómötunum og gúrkunum, því það þarf alveg geysilega umönnun og í raun líka þetta sem ég er búinn að nefna. Mér finnst það bara ennþá skemmtilegra. �?egar ég er á ferð uppi á landi kíki ég gjarnan í blómabúð Ingibjargar í Hveragerði og kaupi mér þar blómstrandi plöntur og hengiplöntur og set upp í skálanum, það hefur komið prýðilega út.�??
Nú er haustið að bresta á, ertu farinn að huga strax að næsta sumri? �??�?g ætla að hlúa enn þá betur að plöntunum sem eru hérna. �?g mun gera það sem ég gerði líka í fyrra, en hjá honum Gústa Halldórs á N1 hef ég fengið kindatað sem ég þynni út og vökva yfir plönturnar. �?g gerði það líka fyrir blettinn minn fyrir utan húsið og það hefur komið alveg rosalega vel út. �?annig ef nokkuð er þá vonast ég til að fá meiri uppskeru næsta ár. En það sem ég þarf að einbeita mér að, og vera vakandi fyrir, er að ná í flugur og koma með inn en til þess þarf maður að hausti til að setja niður eitthvað af fljótsprottnum vorblómum sem laða að sér flugur. Ef ég geri þetta þá held ég að ég sé sloppinn fyrir horn,�?? segir Páll sem ætlar að halda sínu striki.
Er að byggja hús í Tælandi
�?ó munu líklegast verða töluverðar breytingar í lífi Páls á næsta ári en hann stefnir á að flytja út til Tælands með konunni. �??�?g er búinn að setja húsið á sölu og er byrjaður að byggja hús úti í Tælandi sem verður líklega tilbúið í mars á næsta ári. �?að eru nokkrar ástæður fyrir þessu, en m.a. er kona mín tælensk, hún er afbragðs manneskja og á góða fjölskyldu sem alltaf hefur tekið mér vel,�?? segir Páll en hin ástæðan fyrir flutningunum er af allt öðrum toga. �??�?g hef þjáðst af fótapirringi í tíu ár og það er eins og ekkert sé hægt að gera við því en systir konu minnar, sem er lærður nuddari, tók mig í fimm daga nudd og náði úr mér þessum fótapirringi. Hún segir að hálftíma eða klukkutíma nudd hafi ekkert að segja, það verður að nudda fólk stanslaust í tvo til þrjá tíma, því nudd er í raun ekkert annað en að kom blóðinu á hreyfingu og það dugar ekkert minna.�??
Ásamt húsinu sem Páll er að byggja í Tælandi mun hann einnig útbúa svokallað trjáhús sem fellur inn í stórt tré í grenndinni. �??�?etta hús verður byggt inn í tré og þar mun systir konu minnar fá aðstöðu fyrir nudd og þá er ég náttúrulega að hugsa um sjálfan mig,�?? segir Páll og hlær. Aðspurður út í heildarkostnað á framkvæmdum segir Páll hann vera óverulegan. �??�?etta kostar svipað og sæmilegur bústaður hérna á Íslandi en húsið er staðsett úti í sveit nálægt borg sem heitir Nakhon Ratchasima en hún er í ca. þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Bangkok.�??
Á morgun gæti verið orðið of seint
Fyrir mann eins og Pál, sem hefur ástríðu fyrir ræktun, er varla hægt að hugsa sér betri stað en hitann og veðursældina í Tælandi til að iðka þetta áhugamál. �??�?að góða við Tæland er t.d. það að þú getur tekið upp kartöflur fjórum sinnum á ári því það er svo hlýtt og gott þarna. �?g er mjög spenntur fyrir því að fara þarna út og gera einhvern fínan og flottan garð,�?? segir Páll og bætir við að það fari eftir ýmsu hvenær hann muni fara af landi brott. �??Ef ég segi nú bara fyrir mitt leyti, þá tími ég varla að selja húsið en ég ætla mér að gera það, þetta er kannski aðeins of stórt fyrir tvær manneskjur. Hér er tvöfaldur bílskúr sem er 80 m² sem hægt væri að breyta í tvær stúdíóíbúðir. Svo eru fjögur svefnherbergi, stór stofa og gott eldhús. �?að styttist sífellt í þessu hjá manni, ég verð hundrað ára eftir 15 ár og á meðan maður heldur að harði diskurinn sé í lagi hjá manni, því ekki þá að gera hitt og þetta? Á morgun gæti verið orðið of seint,�?? segir Páll að lokum.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.