Í frétt segir að lagt verði af stað frá Tryggvaskála klukkan 16:00 í bílalest og eru allir velkomnir með. �?ingreiðin verður um 16:15 við Hveragerði og á að ná áfangastað klukkan 17:00 við Alþingishúsið þar sem listinn og áskorunin verða afhent þingmönnum. Sveitarstjórnarmenn munu fjölmenna en áhugasamir eru hvattir til að taka þátt í þessari sögulegu þingreið.
Áskorunin:
Flestir eru sammála um að tvöföldun Suðurlandsvegar sé sjálfsagt mál. Samt sem áður er ekki gert ráð fyrir þessu þjóðþrifamáli á núverandi samgönguáætlun. Á næstu vikum verður lögfest ný vegaáætlun Alþingis og er þá einstakt tækifæri til að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar.
Umferð um veginn vex hratt og fara nú 11 þúsund bílar um hann á dag. Vöxturinn er viðvarandi og hefur umferðin aukist um 6% síðustu 12 mánuði.
Skipaflutningar hafa lagst af með fram ströndum og fara nú flutningabílar með farminn eftir veginum. Frá 1972 hafa 52 týnt lífi sínu á Suðurlandsvegi og hundruð manna hlotið varanlega örorku. Fjárhagslegt tjón er í milljörðum talið.
Alger samstaða er að myndast um að tvöfalda beri Suðurlandsveg. Reynslan af tvöföldun Reykjanesbrautar hefur sannað gildi sitt. Nú er komin röðin að Suðurlandsvegi frá Rauðavatni, yfir Hellisheiði og allt til �?jórsár. Sýnum samstöðu í verki og skorum á Alþingi að tryggja að þetta þjóðþrifaverk verði lögfest af Alþingi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst