Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja í nótt til að sækja mann sem talið var að hefði hlotið höfuðáverka eftir átök við annan mann. Læknir mat ástand mannsins þannig að nauðsynlegt væri að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan lenti með manninn í Reykjavík um kl. 5:30.