Það vakti óskipta athygli þegar Sigmar Georgsson, fyrrum eigandi Hallarinnar vakti athygli á því í lesendabréfi í vikublaðinu Fréttum að konsertflygill, sem keyptur var fyrir söfnunarfé í Höllina, væri horfinn þaðan. Hann hafði heimildir fyrir því að flygillinn væri kominn á söluskrá í hljóðfæraverslun í Reykjavík og stutt könnun Frétta staðfestu það. Sigmar skoraði á núverandi eigendur Hallarinnar að beita sér í því að fá flygilinn aftur í hús. Nú, rúmum 80 dögum síðar, er flygillinn kominn aftur upp í Höll.