Bent var á að þegar hafi verið ákveðið að ekki verði sérstök rannsóknardeild við embættið í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að hér sé rannsóknarlögreglumaður að störfum.
�?Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að rannsókn fjölmargra málaflokka verði í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Selfossi en ekki á forræði lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, eins og verið hefur. Slík niðurstaða er andstæð væntingum bæjarráðs og telur bæjarráð miklum hagsmunum fórnað, án nokkurrar röksemdafærslu.
Bæjarráð hefur áður fjallað um þetta mál og telur að landfræðileg sérstaða Vestmannaeyja og íbúafjöldi geri það að verkum að hér sé afar mikilvægt að hafa rannsóknardeild við lögregluembættið,�? segir í ályktun bæjarráðs og niðurstaðan er að reglugerð sé ávísun á verulega skerðingu á þjónustu sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum. Hætt sé við að slíkt bitni á gæðum rannsókna í opinberum málum.
�?ttast að forræðið flytjist héðan
Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í viðtali við Fréttir, að hann teldi hér um vanhugsaðar aðgerðir að ræða. �?�?g óttast að veigamikil mál sem hingað til hafa verið rannsökuð hér og að stærstum hluta borin uppi af starfi rannsóknarlögreglumanns í Vestmannaeyjum verði samkvæmt þessu rannsökuð af rannsóknadeildinni á Selfossi og eða undir forræði embættisins þar.
Í Vestmannaeyjum er ein af stærri höfnum landsins og mikill metnaður hefur verið lagður í rannsóknir á innflutningi á ávana- og fíkniefnum. �?g tel eðlilegt að kveða sérstaklega á um slíkt hlutverk lögreglustjórans í Vestmannaeyjum,�? sagði Elliði ennfremur.
Nánar er fjallað um málið í Fréttum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst