Folaldið var nefnt álfunum til heiðurs
18. maí, 2012
„Við nefndum folaldið Álf sem smá virðingarvott við þessa nýju fjölskyldu sem sest er að hérna í Eyjum“, segir Gunnar Árnason, eigandi Hestaleigunnar Lukku í Vestmannaeyjum. Svo bar við að hryssan Gæfa frá Lágafelli kastaði fallegu folaldi í skjóli við álfasteininn í garði Árna Johnsen. Árni flutti steininn til Eyja á þriðjudag en steinninn var settur niður við íbúðarhús hans, Höfðaból. Gunnar segir Eyjamenn taka fagnandi á móti nýju vori og ekkert sé meira viðeigandi en þegar nýtt líf lítur dagsins ljós.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst