Hvað gera konur sem ekki fá inni fyrir börnin sín á leikskóla? Einn möguleikinn er að sitja heima og bíða, hinn er að gerast dagmamma og bæta við sig nokkrum börnum til að passa. �?að er einmitt það sem þær Kristín Halldórsdóttir, sem eignaðist sinn þriðja strák síðasta sumar, Elías Orra og Sandra Gísladóttir, sem átti sitt fyrsta barn síðasta sumar, Lilju Rut gerðu.
�?ær hafa komið sér upp mjög góðri aðstöðu að Hrauntúni 10, um 100 fermetrar í tvískiptu plássi með góðri snyrtiaðstöðu. �?ar er hátt til lofts og úti er afgirtur pallur þannig að aðstaðan er eins og best verður á kosið. Í dag eru þær með sex börn en hafa leyfi fyrir tíu. �??Við erum nýbyrjaðar og það er fínt að byrja með sex börn en svo reiknum við með að fjölga upp í tíu í ágúst,�?? segja þær í spjalli þar sem börnin réðu svolítið ferðinni, vildu fá sinn skammt af athyglinni.
�?au segja að mikil vinna hafi farið í að útbúa húsnæðið og gera það þannig úr garði að það henti starfseminni. �??�?etta var geðveik vinna og hjálpuðust fjölskyldur okkar beggja að við að gera þetta klárt. �?að er gerð krafa um að brunavarnir séu í lagi, tryggar útgönguleiðir og gert er ráð fyrir þremur fermetrum á hvert barn sem við stöndumst og vel það,�?? segir Sandra.
�??Við erum með börn frá níu til fjórtán mánaða. �?að er enginn biðlisti en við höfum heldur ekki þurft að auglýsa. Við bjóðum upp á heilsdagsvistun með öllu tilheyrandi,�?? segir Kristín.
�?ær opna klukkan 7.45 og eru með opið til klukkan 15.30. Börnin fá morgunmat og hádegismat og eftir hvíld er ávaxtastund. �?ess á milli er bara leikur.
Bærinn kemur að rekstrinum með styrkjum, 75 þúsund króna framkvæmdastyrk fyrstu tvö árin og 50 þúsunda leikfangastyrk á ári. �?á er greitt með hverju barni frá níu mánaða aldri. �??�?etta er mjög spennandi, ennþá að minnsta kosti,�?? segja þær hlæjandi. �??Fólk er mjög þakklátt fyrir þessa þjónustu og það er þörf á henni. Við getum tekið niður í sex mánaða en niðurgreiðsla hefst ekki fyrr en börnin verða níu mánaða. Stundum hefur fólk ekkert val, verður að byrja að vinna án þess að fá niðurgreiðslu,�?? segir Kristín.
�?ær segjast sjálfar vera að aðlagast starfseminni og það sama gildi um börnin. �??�?au eru að venjast okkur en þetta hefur gengið vel en það á svo eftir að koma í ljós hvað við endumst lengi því þetta er mikið starf og mikil ábyrgð,�?? sagði Sandra að endingu.