Mig langar að gera grein fyrir mínum högum þar sem ég sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri. Sambýliskona mín og ég eigum tvo syni og fjárfestum í okkar fyrsta húsnæði árið 2007 með verðtryggðum íbúðalánum eins og þorri Íslendinga. Ég starfa sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum ásamt því að stunda laganám við Háskólann í Reykjavík.