�?að þarf ekki að eyða mörgum orðum í samgönguleysið sem hefur verið viðvarandi síðustu daga við Vestmannaeyjar og það ástand sem hefur skapast út frá því. �?að þekkja það allir og margir hverjir af biturri reynslu. Er hratt er farið yfir sögu þá kom hingað skip að nafni Röst frá Noregi til að leysa af á meðan Herjólfur færi í viðgerð. Í ljós kom að Röst var ekki með leyfi til siglinga um siglingaleið B og því ekki með leyfi til að fara til �?orlákshafnar ef eitthvað óvænt kæmi upp á. �?ví miður kom eitthvað óvænt upp, varahluturinn sem átti að fara í Herjólf var ekki til þegar uppi var staðið. Herjólfur var því fastur í Hafnarfirði á meðan Röst gat ekki siglt vegna ónógs dýpi í Landeyjahöfn og samgöngur við sjó því í algjörum lamasessi.
Blaðamaður skellti sér um borð í Röst í dag og ræddi við skipstjórann Bjarte Andersen og yfirvélstjórann Ove Høyem sem voru að undirbúa heimför seinna í dag.
�??�?að þyrfti að vera meira pláss í hafnarminninu og náttúrulega meira dýpi,�?? segir Bjarte beðinn um álit sitt á Landeyjahöfn. �??Við áttum ekki von á því að dýpið myndi breytast svona hratt, einn daginn var allt í lagi en þann næsta var allt fullt af sandi og skipið tók niðri fyrir utan höfnina. �?etta kom okkur í opna skjöldu því í Noregi er dýpið alltaf það sama og breytist aldrei,�?? segir Bjarte.
�?egar rok og brotsjór er einnig tekið inn í jöfnuna með dýpinu þá eru 90 metrar op ekki nóg að mati Bjarte. �??�?að væri einfaldara að athafna sig ef opið væri nær 120 metrum. �?egar vindurinn blæs á þig þá getur skipið auðveldlega misst stefnuna og leitað skyndilega í aðra áttina.�??
Ýmislegt sem þarf að breyta til að höfnin virki betur
Ekki vildi Bjarte meina að höfnin væri eitt stórt klúður en segir breytingar á henni nauðsynlegar. �??�?að myndi gera mikið að bæta við auka görðum utan við þá sem fyrir eru, sem myndu einnig ná töluvert lengra út, þá myndu 90 metra opið kannski duga. Svo er plássið innst inni líka frekar lítið og því erfitt að snúa þar. �?að væri heppilegra að víkka það svæði til austurs.�??
Bjarte er langt frá því að vera ánægður með stöðuna og segir hana óviðunandi. �??Við hefðum viljað sigla til �?orlákshafnar en við megum það því miður ekki,�?? segir Bjarte en norsk yfirvöld vildu ekki gefa grænt ljós á undanþágu á meðan vilji var fyrir hendi hjá þeim íslensku. �??�?að hefði ekki verið neitt tiltökumál að sigla þangað, við erum vanir að sigla frá Bodo til eyjunnar Röst. Sú sigling tekur um þrjá og hálfan tíma og veðrið oft og tíðum slæmt. Svo má ekki gleyma að við sigldum hingað alla leið frá Noregi án nokkurra vandræða þannig það var ekki neitt vandamál af okkar hálfu að fara í �?orlákshöfn, þvert á móti.�??
Eyjamenn eiga betra skilið
�??�?g man eftir því að hafa séð myndir frá gosinu hérna í fréttunum árið 1973, flestir af minni kynslóðar þekkja til Vestmannaeyja. �?að er ótrúlegt að horfa yfir bæinn og hugsa til þess að hér hafi allt verið undir ösku og ef það væri ekki fyrir dugnaðinn í fólkinu þá væri það enn svoleiðis í dag. Fólkið hér er afar sérstakt og á betra skilið,�?? segir Ove.
�?egar talið barst að Landeyjahöfn lá Ove ekki á skoðunum sínum. �??�?g skil ekki af hverju í ósköpunum það var byggð höfn þarna í sandinum þarna. Af hverju voru ekki frekar smíðaðar tvær ferjur sem myndu sigla á móti hvor annarri í �?orlákshöfn og ferðin tæki ca. tvo tíma? �?essi höfn í Landeyjum á aldrei eftir að virka sem skyldi. Eins og hefur sannast þá getur verið varasamt að sigla inn um opið þegar aðstæður eru erfiðar og að mínu mati er bara ekki sanngjarnt að leggja þessa ábyrgð á herðar áhafnar Herjólfs og þá sérstaklega skipstjórans sem er með líf 500 einstaklinga í höndunum. Hvað á að gera ef eitthvað kemur upp á inni í höfninni? Á þessi bátur að koma til bjargar,�?? segir Ove og bendir á Lóðsinn.