Í dag, mánudaginn 26. nóvember verður jólaföndurdagur foreldrafélagsins í leikskólanum Sóla. Föndrið verður haldið milli 17 og 19 í húsakynnum leikskólans en hægt verður að kaupa keramik til að mála og annað föndur á staðnum. Foreldrafélagið býður þátttakendum upp á piparkökumálun og heitt kakó með rjóma. Og að sjálfsögðu eru systkini velkomin með á föndurdaginn.