Á föstudaginn gefur Júníus Meyvant út sína fyrstu breiðskífu en nafnlaus þröngskífa hans frá því var gefin út víðs vegar um heim á krafti lagsins Color Decay. Nýja platan heitir Floating Harmonies og nú þurfa óþolinmóður netverjar ekki að bíða sekúndunni lengur, því hægt er að forhlusta á plötuna í heild sinni á tónlistarvefnum
The Line of Best Fit.
Júníus Meyvant er listamannanafn Unnars Gísla Sigmundssonar en hann er frá Vestmanneyjum. Nýja platan inniheldur 12 lög og valdi tónlistarvefurinn lagið Signals af plötunni sem lag dagsins í dag. Platan kemur út hér á landi á vegum Record Records á föstudag en platan kemur samtímis út á netinu. Júníus Meyvant er einn þeirra sem kemur fram á �?jóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár en hann spilaði þar einnig í fyrra.