Laugardagskvöldið 21. maí verður haldið ÍBV-kvöld knattspyrnudeildar og stuðningsmannaklúbbs iBV á fastalandinu og sannkallað Eyjakvöld. Boðið verður upp á þriggja rétta dýrindis máltíð og munu hinir ástsælu matreiðslumenn Grímur „Kokkur“ Gíslason og hinn eini sanni Hörður Adolfsson á Skútanum sjá um töfrana í eldhúsinu ásamt matreiðslumönnum hússins.