For­val hjá VG í Suður­kjör­dæmi
8. desember, 2020
Lj—smynd: Bragi Þ—r J—sefsson S: 898-7290 www.bragi.is

Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum í gærkvöld að efna til forvals fyrir Alþingiskosningarnar í september á næsta ári.

Efnt var til atkvæðagreiðslu um málið og var mikill meirihluti fundarmanna fylgjandi þeirri leið að hafa forval en ekki uppstillingu á framboðslistann. Nú þegar hafa nokkrir lýst vilja sínum til að skipa efstu sæti listans.

Núverandi þingmaður VG í Suðurkjördæmi Ari Trausti Guðmundsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista VG í Suðurkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Hólmfríður er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.