Mikið stendur til hjá Sjálfstæðismönnum í Eyjum um helgina. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín, varaformaður flokksins, ásamt þingmönnum hans í Suðurkjördæmi verða á vikulegum laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Fundurinn hefst kl. 11 í fyrramálið í Ásgarði. Ekki er að efa að af mörgu verður að taka á fundinum, bæði því er lýtur að pólitíkinni á landsvísu, en ekki síður ýmis áherslumál sem snúa beint að Vestmannaeyjum.