Frábær leikur hjá ÍBV í kvöld - �?vílík stemmning
13. maí, 2014
Eyjamenn tryggðu sér oddaleik í úrslitum Íslandsmóts karla með frábærum sigri á Haukum í kvöld. Lokatölur urðu 27:20 en Eyjamenn hreinlega keyrðu yfir Hauka í síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 8:9 Haukum í vil sem höfðu náð tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Hvað Arnar Pétursson og Gunnar Magnússon sögðu við leikmenn sína í hálfleik er ekki víst en þó er víst að það svínvirkaði. Stemmningin í leikslok fer líka í sögubækurnar eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Fyrri hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og svo oft áður, aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum en Haukar voru lengst af með undirtökin. Jón �?orbjörn, varnarmaðurinn sterki í liði Hauka fékk að líta rauða spjaldið á 20. mínútu og það verður að segjast eins og er að dómurinn var mjög harður, sérstaklega af því að hann fékk beint rautt spjald. Jón fékk sína aðra brottvísun en þegar hann gekk af leikvelli, stuggaði hann aðeins við Guðna Ingvarssyni en þó ekki mjög alvarlega. En eins og svo oft gerist, efldus Haukar við mótlætið, náðu tveggja marka forystu en Eyjamenn náðu að minnka bilið niður í eitt mark fyrir leikhlé, 8:9.
Eyjamenn mættu svo tvíefldir til leiks í síðari hálfleik. �?að var hreint magnað að fylgjast með Eyjaliðinu því það var eins og það væri fyrirfram ákveðið hvort liðið myndi vinna leikinn. �?að var alveg sama þótt Eyjamenn væru einum, jafnvel tveimur leikmönnum færri, aldrei náðu Haukar aftur undirtökunum. Eftir að hafa komist í gegnum þennan erfiða kafla þar sem brottvísunum rigndi niður, þá tóku Eyjamenn öll völd á vellinum, juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu, 25:17.
Eins og myndbandið hér að ofan sýnir var stemmningin á þessum síðasta heimaleik ÍBV á þessu tímabili ólýsanleg. �?etta er eitthvað sem fólk þarf að upplifa og vonandi verður hægt að upplifa annað eins í Hafnarfirði á fimmtudaginn. �?ar verður við ramman reip að glíma því ÍBV hefur ekki enn náð að vinna Hauka á Ásvöllum, hafa tapað þar fjórum sinnum í vetur. Eitt er víst, stuðningsmenn munu ekki láta sitt eftir liggja.
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 5/1, Róbert Aron Hostert 5, Andri Heimir Friðriksson 5, Magnús Stefánsson 4, Grétar Eyþórsson 4, Guðni Ingvarsson 2, Svavar Grétarsson 1, Sindri Haraldsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 14/1, Haukur Jónsson 1.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst