Frábær sigur á Fram
Úr fyrri leik liðanna. Ljósmyndir/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni í dag. Mótherjar dagsins voru Fram og var leikið á Þórsvellinum. Svo virðist sem Eyjamenn kunni vel við sig á Þórsvelli því liðið er búið að sigra báða leikina þar og skora í þeim sex mörk. Fyrst þrjú gegn Víking Reykjavík í bikarnum og í dag sigruðu þeir Fram 3-1.

Omar Sowe kom heimamönnum yfir á tíundu mínútu eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar og Bjarka Björns Gunnarssonar. Bjarki Björn sá svo sjálfur um markaskorun fimmtán mínútum síðar en Framarar minnkuðu muninn þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks.

Í seinni hálfleik bætti enn í vindinn og áttu liðin erfitt með að leika kanttspyrnu við þær aðstæður. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum innsiglaði svo Oliver Heiðarsson sanngjarnan sigur ÍBV. Lokatölur 3-1 í dag. ÍBV er komið með 4 stig og situr í sjötta sæti deildarinnar.

Oliver Heiðarsson fagnar marki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Marki fagnað!
Fánaborgin féll í hvassviðrinu.
Stemning í stúkunni á Þórsvelli.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.