Það vantaði ekki stemmninguna á bikarleik B-liðs ÍBV og Hauka en rúmlega 400 manns fylgdust með viðureigninni og skemmtu sér konunglega, þrátt fyrir tíu marka tap heimamanna. Það var svo sem vitað að við ramman reip yrði að draga gegn sjálfum Íslands- og bikarmeisturunum en stuðningsmenn B-liðsins fögnuðu hverjum smásigri í leiknum vel og innilega. Myndband af stemmningunni fylgir fréttinni.