Senn fer framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús og er stefnt að því að vígsla hússins fari fram á Þrettándanum. Nú er verið að bera sand á knattspyrnuvöllinn og fara 40 tonn af sandi í þetta verk. Búið er að setja tartan á hlaupabrautir og stökksvæði og á einungis eftir að strika brautirnar.