�?�segir máltækið og annað sem segir: �??Heilsan er fátækra manna fasteign.�?? Já, heilsan er óumdeilanlega eitt það verðmætasta sem við eigum og að henni þarf að hlúa. Við berum ábyrgð á eigin heilsu en þegar slysin verða eða heilsan brestur, þá vill Framsóknarflokkurinn að á Íslandi sé góð heilbrigðisþjónusta sem allir hafi aðgang að, óháð efnahag. Til að það megi ganga eftir vill Framsóknarflokkurinn byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, efla heilsugæsluna og heilbrigðisstofnanir um land allt.
Aukin framlög til heilbrigðismála
Ríkisstjórnin, undir forystu Framsóknarflokksins hefur aukið framlög til heilbrigðiskerfisins um tæpa 40 milljarða á kjörtímabilinu og útgjöld til tækjakaupa hafa sjöfaldast. �?tgjöld til heilbrigðismála hafa verið stærsti liður ríkissjóðs á kjörtímabilinu, en á síðustu fjárlögum voru 162 milljarðar settir í heilbrigðiskerfið. Framsóknarflokkurinn vill efla heilbrigðiskerfið enn frekar en einnig að frekari greiningar og gæðamælingar verði gerðar á heilbrigðiskerfinu svo þeir fjármunir sem settir eru í málaflokkinn nýtist sem best.
Eyðum biðlistum
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru margar hverjar vannýttar. Með því að nýta þessi sjúkrahús betur þá væri hægt að eyða biðlistum með einföldum aðgerðum og um leið að styrkja rekstur þessara stofnana, sem hafa margar hverjar verið fjársveltar um árabil. Um leið værum við að létta álaginu af Landspítalanum. Við þurfum að eiga gott hátæknisjúkrahús og Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að reisa nýjan Landspítala á nýjum stað.
Múhammed til fjallsins
Framsóknarflokkurinn vill bæta aðgengi fólks á landbyggðinni að sérfræðingum�?? fjallið á ekki að fara til Múhammeds. Við viljum líka efla fjarlækningaþjónustu en verkefnið á Kirjubæjarklaustri hefur gefist afar vel og því tilefni til að nýta þá reynslu til frekari uppbyggingar. Framsókn vill að komið sé til móts við þá sem þurfa að fara að heiman til að sækja sér heilbrigðisþjónustu, s.s. vegna fæðinga þar sem fæðingarstöðum hefur fækkað verulega hin síðari ár og vegna eftirlits eða eftirfylgni sem ekki er hægt að veita í heimabyggð.
Réttlætismál
Verðandi foreldrar á landsbyggðinni þurfa t.d. oft að hefja töku fæðingarorlofs fyrr, þar sem þeir þurfa að fara tímanlega á fæðingarstað. �?á dregst. biðtíminn eftir barninu, frá orlofinu. Barn og foreldrar njóta því styttri samveru þegar barnið kemur loksins í heiminn. Með því að breyta lögum um fæðingarorlof gætum við tryggt rétt barna til að njóta jafnlangs tíma með foreldrum sínum eftir fæðingu eins og þau börn sem eiga heima í nágrenni við fæðingarþjónustu, en annar greinarhöfunda lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi.
Hár dvalarkostnaður
Annað atriði sem þarf að huga betur að er dvalarkostnaður þeirra sem þurfa að fara að heima vegna barnsfæðinga og eiga ekki ættingja eða vini sem geta hýst þá á meðan á biðinni stendur. Ein leið væri að útvega fólki dvalarstað eða með fjárstyrk vegna dvalarkostnaðar í nágrenni við fæðingarstað. Verðandi foreldrar eiga ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingarstöðum og fjarri heilbrigðisþjónustu almennt.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri HSU og í 3. sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.