Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að fresta fundi í Sagnheimum sem vera átti í hádeginu á morgun. Rótarýklúbbur Vestmannaeyja fagnar 60 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni ætlaði hann að bjóða upp á hádegisfyrirlestur og súpu í Sagnheimum, byggðasafni.
Gestur fundarins átti að vera Róbert Guðfinnsson athafnamaður sem ætlaði að segja frá breytingum á Siglufirði og aðkomu sinni að þeim.
Fróðlegt hefði verið að heyra í Róbert gamli síldarbærinn Siglufjörður er að ganga í endurnýjun lífdaga og hefur hann komið myndarlega að því. Reynt verður að fá Róbert við fyrsta tækifæri.