Verslunin Eyjatölvur hélt um síðustu helgi Eyjatölvudaginn svokallaða en tilefnið var að verslunin var að taka inn heimilistæki frá LG. Viðskiptavinir á Eyjatölvudeginum fóru svo í einn pott sem dregið var úr í gær en upp úr hattinum kom Friðgeir Þór Þorgeirsson og fékk hann GSM eftirlitsmyndavél í verðlaun.