Stefnt er að því að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð fræðsluráðs. Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans og aðgang að annarri aðstöðu innan skólans. Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því tekin ákvörðun um að taka þetta skref strax í haust. Gera þarf örlitlar breytingar á aðstöðunni og verða þær gerðar í sumar.
Í niðurstöður ráðsins kemur fram að ráðið fagnar því að frístundaver verði staðsett í Hamarsskóla. Slíkt býður uppá mikla möguleika og aukið samstarf milli skóla og frístundavers um skipulag dagsins með þarfir barna að leiðarljósi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst