Frístund færist í Hamarsskóla

Stefnt er að því að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð fræðsluráðs. Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans og aðgang að annarri aðstöðu innan skólans. Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því tekin ákvörðun um að taka þetta skref strax í haust. Gera þarf örlitlar breytingar á aðstöðunni og verða þær gerðar í sumar.

Í niðurstöður ráðsins kemur fram að ráðið fagnar því að frístundaver verði staðsett í Hamarsskóla. Slíkt býður uppá mikla möguleika og aukið samstarf milli skóla og frístundavers um skipulag dagsins með þarfir barna að leiðarljósi.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.