Á laugardaginn verður nóg um að vera fyrir boltaþyrsta áhorfendur því þá tekur ÍBV á móti Grindavík í mikilvægum leik í 1. deild í knattspyrnu og síðar sama dag leikur handknattleikslið ÍBV sinn fyrsta leik Íslandsmótsins, gegn Fram. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að bjóða öllum þeim sem vilja á leikina báða en knattspyrnuleikurinn hefst klukkan 14 og handboltinn klukkan 17.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst