Vegagerðin og Siglingastofnun hafa hafið kynningu á frummatsskýrslu fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar, vegtengingar að henni frá hringveginum og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum, samkvæmt Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Fram kemur að undirbúningur miðist við að framkvæmdir geti hafist í ár og að höfnin verði tekin í notkun 2010, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 5,6 milljarða króna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst