Mbl.is greindi frá því í dag að frumvarp um heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju sem á að leysa Herjólf að hólmi hefur verið lagt fram á Alþingi. Verði það óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna kaupa á nýrri ferju nemi allt að 4,8 milljörðum króna. Nýjan ferjan á að vera hagkvæmari í rekstri og með hærra þjónustustig.
Með frumvarpi fjármálaráðherra er Vegagerðinni veitt heimild til að láta fara fram útboð þar sem valið stendur á milli þess að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða að samið verði um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða á verðlagi í árslok 2015. Vegagerðin má ganga að hagkvæmasta tilboði í hvorn kostinn sem er enda liggi fyrir fullnægjandi fjárheimildir til verksins eða tryggt sé að samningur sé með skýrum fyrirvara um það.
Gert er ráð fyrir að við lok hins tólf ára frests eignist ríkið skipið á hrakvirði sem nemur um 36% af væntu kaupverði. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að ríkissjóður kaupi skipið fyrir um 1,4 mia.kr. á verðlagi fjárlaga 2016 en til þess þyrfti þá sérstaka fjárheimild þegar þar að kemur.
Sú hönnun sem fyrir liggi, m.a. djúprista og skrokklag, miðist við þær aðstæður sem eru í Landeyjahöfn. �?tboðsgögn geri ráð fyrir 69 metra langri ferju sem getur flutt 540 farþega. Ferjan verði álíka stór og Herjólfur en taki fleiri bifreiðar í hverri ferð eða 72 í stað tæplega 60 bifreiða. Ferjan risti hins vegar mun grynnra en Herjólfur, eða 2,8 metra í stað 4,3 metra. Ferjan muni geta siglt til �?orlákshafnar við erfiðar aðstæður á aðeins 5�??10 mínútna lengri tíma en Herjólfur. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar sé gert ráð fyrir að ný ferja geti siglt til Landeyjahafnar í 76�??89% tilvika á ári eða 84% samkvæmt miðspá.
Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að hægt verði að auglýsa útboðið í sumarbyrjun og að hægt verði að opna það síðsumars eða í haust. Reikna má með 2�??3 mánuðum í að meta tilboð og undirbúa samningsgerð. Miðað við það má gera ráð fyrir að hægt verði að samþykkja ásættanlegt tilboð og rita undir samning á vetrarmánuðum. Í útboðsgögnum verður gert ráð fyrir að afhending ferjunnar verði um mitt ár 2018 eða fyrr ef kostur er. Á móti útgjöldunum er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af sölu á gamla Herjólfi geti numið um 500�??700 m.kr.