Fullt var út úr dyrum þegar fórnarlamba voðaverkanna í Noregi var minnst í messu í Stafkirkjunni í gær. Kirkjan var á sínum tíma gjöf Norðmanna til Íslendinga og var gefin í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi. Séra Kristján Björnsson þjónaði fyrir altari en meðal kirkjugesta voru norskir ferðamenn.