Breskir vísindamenn sögðu fyrir skömmu frá fyndnasta brandara í heimi, þegar lokið var umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á kímnigáfu. Undanfarið ár hefur fólki hvarvetna í heiminum gefist kostur á að greiða atkvæði um brandara á Netinu með því að nota þar til gerðan „hláturmæli“, auk þess að leggja sjálft fram brandara.