Andri Ólafsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV skrifaði í kvöld undir nýjan fjögurra ára samning við ÍBV. Andri fór rólega af stað í sumar en hefur fundið taktinn í stöðu miðvarðar í síðustu leikjum og spilað mjög vel. Hann er einn reynslumesti leikmaður liðsins og mikilvægur hlekkur. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir að með þessu vilji hann ýta við öðrum leikmönnum að semja við ÍBV.