Fyrsta flug hjá flugfélaginu Erni til Vestmannaeyja féll niður í morgun vegna manneklu en ekki ófærðar eins og gjarnar gerist. Björn Sigursteinsson starfsmaður hjá Erni sagði að nokkrir flugmenn fyrirtækisins væru farnir erlendis í þjálfunarbúðir �?? á hálfs árs fresti fara flugmenn í þjálfunarbúðir og það hitti svo á að þeir lögðu af stað í morgun.�?? Á venjulegum degi eru fjórar áhafnir sem fljúga á alla áfangastaði en núna eru þær bara tvær. Eina flugið sem féll niður vegna þessa var til Vestmannaeyja.