Bygging nýs sex deilda leikskóla var boðin út í svokölluðu alútboði og bárust tilboð frá fimm verktökum. Lægstbjóðandi í verkið voru Tindaborgir ehf. Samstarfsaðilar Tindaborga ehf við hönnun byggingar voru Á Stofunni �? Arkitektar, Bergstaðastræti 10a í Reykjavík og Hermann �?lafsson landslagsarkitekt hjá Landformi ehf á Selfossi sem hannaði lóðina við nýja leikskólann.
Stærð byggingarinnar er 1.145,5 m2 en lóðin er 6.622 m2 að flatarmáli. Leikskólinn mun rúma 135 börn og er áætlað að hann verði tekinn í notkun þann 5. ágúst 2008. �?á verða fjórar deildir teknar í notkun og allt sameiginlega rýmið í leikskólanum. Starfsemi leikskólans Ásheima mun flytjast í nýja leikskólann við opnun hans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst