Fyrsta síldin þetta haustið kom til Eyja í gærkvöldi en þá kom Sighvatur Bjarnason VE með um 200 tonn af síld sem var landað hjá Vinnslustöðinni. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndarí kíkti við hjá strákunum á Sighvati en þeir sögðust hafa fengið síldina um klukkustundar siglingu austan við Vestmananeyjar.