Enn er penninn á lofti í Týsheimilinu og nú hafa Gabríel Martinez Róbertsson og handknattleikdeild ÍBV undirritað nýjan tveggja ára samning. Gabríel er 23 ára gamall hægri hornamaður sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur tekið stór skref í sínum leik undanfarin ár en á sínum yngri árum lék hann með yngri landsliðum Íslands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst