Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum
11. júní, 2025
Einar Sig Cr
Einar Sigurðsson (t.h.) svarar spurningu úr sal á fundinum. Við hlið hans er Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem  allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. Það sama eigi við  nærsamfélagið, iðnaðarmenn og fyrirtæki sem þjónusta útveginn.

Fiskvinnslan sé grundvöllur tekna fyrir sveitarfélög, vinnu og búsetu fjölda fólks. Þá séu sjómenn á háum launum. „Það sem við þurfum að gera er að  sýna fram á hvað hagsmunir margra eru í húfi. Skattsporið er stórmál í því samhengi og beita verður öllum ráðum til að verja fiskvinnsluna,“ sagði Einar einnig og kallaði eftir samtali við stjórnvöld í leit að niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við.

Oft ósanngjörn og ómálefnaleg umræða

„Byrjum aðeins á að ræða af hverju erum við að rífast um sjávarútveg? Greinin hefur stækkað, fyrirtækjum fækkað, fjárfestingar eru miklar og tölurnar stórar. Það hefur oft kallað á ósanngjarna og ómálefnalega umræðu,“ sagði Einar og benti á að greinin hefði mátt taka meiri þátt umræðunni og svara fyrir það alla vitlausasta.

„Í gær sýndi Ísfélagið nýtt skip Heimaey VE  sem kostaði t.d. 5 milljarða en í fyrra var hagnaður Ísfélagsins 2,1 milljarður. Okkur hefur misstekist sem atvinnugrein að útskýra fyrir almenningi og stjórnmálamönnum hversu stórt hlutfall okkar afkomu fer í fjárfestingar og hversu hátt skattsport greinarinnar er.

Það má vera að það skrifist ekki eingöngu á okkur sem störfum í greininni, að kannski óvægin og oft á tíðum staðreyndalaus umræða ráði miklu en við getum klárlega bætt okkur. Það byggist mjög á samspili veiða og vinnslu og að ekki séu lagðar álögur á greinina sem hún getur ekki staðið undir. Hér sjáið þið samanburðin á Íslandi og Noregi, þar er vinnslan á undanhaldi meðan við höfum náð að sameina virðiskeðjuna hérna,“ sagði Einar sýndi meðfylgjandi glæru.

Skattsporið 90 milljarðar

Einar sagði skattspor sjávarútvegs vera hátt í 90 milljarða. Þar af séu veiðigjöld 10 milljarðar og fiskvinnslan skili 35% til 40% af því sem gera um 36 milljarða. „Ef álögur verða of miklar á greinina mun það bitna á fiskvinnslunni. Það vita allir og ef hún dregst saman mun skattsporið minnka. Er til lítils að vinna ef skattsporið verður 70 milljarðar eftir nokkur ár þó veiðigjöld hafa hækkað í 18 milljarða. Það fækkar störfum á landsbyggðinni og tekjur sveitafélaga dragast saman. Inn í þessum tölum eru ekki tölur frá tengdri starfssemi þar á meðal þjónustu við sjávarútveg,“ sagði Einar og benti á að höggið verður mikið fyrir landsbyggðina.

„Það vita allir hér inni, og í raun allir sem tala um sjávarútveg, að það að tvöfalda gjöld á eina atvinnugrein sem er 90% á landsbyggðinni mun auðvitað hafa áhirf. Það verður dregið úr fjárfestingu og samþjöppun eykst. Það gerðist síðast þegar gjödlin voru hækkuð mjög hratt. Tuttugu stærstu félögin hafa stækkað um meðaltali 15% síðan 2012 þegar gjöldin hækkuðu mikið.“

Hæstu launin á Íslandi

Einar leit víðar yfir sviðið og sagði íslenskan sjávarútveg í samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg víða um Evrópu. „Líka í Noregi, sem ég veit ekki hvort stjórnmálamenn vilji raunverulega bera sig saman við. Þar fara tugir prósenta aflans óunninn  úr landi og það sem er unnið er oft eingöngu hausað og slægt. Ísland borgar hæstu laun í heiminum í fiskvinnslu og skiptaprósenta hér er talsvert hærri en í Noregi og fleiri löndum sem við berum okkar saman við.

Staðan í dag að hægt er að fá 4 norðmenn í vinnu fyrir laun þriggja Íslendinga og fjóra í Pólandi fyrir laun eins Íslendings,“ sagði Einar.

Skattspor Ísfélagsins var 6,4 milljarðar í fyrra. Beinar skattgreiðslur félagsins og ekki tekið tillit til greiðsla til fyrirtækja sem þjónusta Ísfélagið og það á í viðskiptum við. „Kannski ætti sjávarútvegurinn að læra það af kvikmyndaiðnaðinum, sem útskýrir það að hver króna sem fer í kvikmyndageirann skilar sér í þremur til baka í meiri umsvifum. Miðað við sömu rök eru margfeldisáhrif sjávarútvegs mun meiri.“

Fjárfest fyrir 26 milljarða á 10 árum

„Á síðsta aðalfundi gerði ég fjárfestingar Ísfélagsins að umfjöllunarefni,“ sagði Einar. „Ég tók saman frá árinu 2015 sameinað félag Ramma og Ísfélagsins. Þá hafa fjárfestingar verið í kringum 26 milljarðar í öðru en veiðiheimildum. Þ.e. skipum, vinnslu, tækjum og húsum. Af þessum 26 milljörðum eru það 10 milljarðar á núvirði til fimm stærstu þjónustuaðila okkar hér í Eyjum. Það skiptir þá miklu máli að félögin séu sterk líkt og það skiptir okkur máli að búa að því hafa öflug fyrirtæki til að þjónusta okkur.“

Einar sagði það sjálfsagða kröfu að hægt sé að treysta stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. „Fyrir síðustu kosningar sagði núverand forsætisráðherra að hún sæi fyrir sér tvöföldun á tíu árum. Svipaða hluti sagði Víðir þingmaður Samfylkingarinnar.“

Verða 25 milljarðar

„Ég tel að grein eins og sjávarútvegur eigi það skilið að unnið sé með réttar tölur og málefnalegum aðferðum. Það er hrein sturlun að bera saman verð á makríl í Noregi og Íslandi, eða tala um markaðsverð á fiskmörkuðum sem er jaðarverð.

Í dag hefur atvinnuveganefnd líkt og ráðuneytið áður fengið öll gögn til að sjá hið rétta í málinu. Hvers vegna ekki er tekið tilit til staðreynda skil ég ekki. Það er líka furðulegt að ráðuneytið hefur neitað að afhenda útreikinga á gjöldunum. Það er unnið illa að málinu, ráðuneytið segir að gjaldið verði 10 milljarðar í ár að óbreyttu en SFS og fyrirtæki eins og Ísfélagið telja að gjöldin verði 12,4 milljarðar. Það þýðir að tvöföldun er hækkun upp í 25 milljarða og enn þá meiri hækkun á Vestmanneyjar.

Það þýðir þreföldun á gjaldinu í Eyjum, ef útreiknigar SFS eru réttir. Það getur varla hafa verið markmiðið,“ sagði Einar að endingu.

Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
PXL 20251104 095848596
7. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.