Annað árið í röð verður fjórða og síðasta mótið í Þrekmótaröðinni 2011, 5X5 áskorunin, haldið í Vestmannaeyjum. Mótið verður í Íþróttamiðstöðinni á laugardaginn og verður það með sama sniði og fyrra. Þá voru keppendur um 200 og er vonast til að þeir verði fleiri núna. Ætla m.a. nokkrir Vestmannaeyingar að taka þátt í mótinu.