Ragnar Þór Jóhannsson gaf út geisladisk fyrir jólin 2010 undir listamannsnafninu Fabio en á disknum voru 10 jólalög og fóru upptökur fram í Island Studios. Allt upplag disksins seldist upp og á Gamlársdag afhenti Ragnar Þór Krabbavörn Vestmannaeyja fé sem safnaðist við útgáfu disksins, alls 103 þúsund krónur. Ragnar Þór gaf féð til minningar um móður sína, Júlíu Bergmannsdóttur sem lést úr krabbameini 25. janúar 2006.