Í síðustu viku minntust Lionsmenn í Vestmannaeyjum þess að 35 ár eru liðin síðan Lionshreyfingin í Evrópu og Alþjóðahjálparsjóður Lions afhenti allt innanstokks í Sjúkrahús Vestmannaeyja sem stóð autt og án allra tækja eftir jarðeldana 1973. Var gjöfin metin að andvirði um 20 einbýlishúsa og bættu Lionsmenn um betur í síðustu viku og færðu Sjúkrahúsinu tvö setþrekhjól.