Belgíska dæluskipið Gallilei 1000 var byrjað að dæla í minni Landeyjahafnar í gær. �?á var örlítil undiralda en samt hægt að dæla. �??Vonandi að spáin haldi og það verði friður til að dýpka í nokkra daga,�?? segir Guðlaugur �?lafsson, skipstjóri á Herjólfi á FB færslu en hann er um borð í Gallilei.
Í morgun voru þeir komnir inn í höfnina og Lóðsinn mættur til að mæla dýpið. Voru þeir komnir með um 7500 m3 á rifinu. �??Eitthvað af m3 eftir þar. Ákveðið að nota flóðið til að komast inn. �?egar Lóðsinn er búinn að mæla á að reyna að nota framrörið og blása sandinum í gatinu niður þannig að skipið hafi betri aðgengi að dýpkun,�?? Guðlaugur einnig.
�?ldu- og veðurspá er góð fyrir næstu daga.