Hin árlega Gamlársganga verður farin á Gamlársdag en gengið er til styrktar Eyjarós Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengi, nú eða hlaupið frá tveimur stöðum í einu, annars vegar ofan af Stórhöfða og hins vegar frá Steinstöðum. Gangan endar svo í Vinaminni þar sem boðið verður upp á súpu. Verð er 1.500 krónur og rennur allur ágóðinn óskiptur til Krabbavarna. �?að er því ekki úr vegi að enda árið með hressandi heilsubótargöngu og styrkja þannig bæði eigin heilsu og gott málefni um leið.
�??�?ó að veðurútlit sé ekki eins og best verður á kosið, látum við það ekki stöðva okkur! Barátta þeirra sem stríða við krabbamein er mun harðari,�?? skrifar Hafdís Kristjánsdóttir á facebook síðu sína.