�??Tekin var ákvörðun í gærkvöldi um að leggja til atlögu við seinni tengiáfangann og hefur strengendi í átt að Landeyjarsandi nú verið sóttur á hafsbotn og dreginn upp í skipið. Reikna má með að tengivinnan og að leggja strenginn aftur niður á hafsbotn taki um 3,5 �?? 4 sólarhringa. Ef allt gengur að óskum má því búast við að strengurinn verði spennusettur að nýju eftir viðgerð um komandi helgi,�?? sagði Steinunn �?orsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.
Vinna við fyrri samsetningu (tengimúffu) er lokið og í gær leit ekki vel út með framhaldið vegna veðurs en úr því hefur ræst.
Kapalskipið Isaac Newton sér um verkið.
Myndina tók Ívar Atlason úti í Elliðaey.