Fótbolti.net birti í gær frétt þess efnis að samkvæmt heimildum vefsins sé Garðar Gunnlaugsson á leið í ÍBV. Eyjamenn fengu engan framherja í stað Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í vor þegar hann ákvað að halda út í atvinnumennsku á ný en hafa leyst það ágætlega að vera hálf framherjalausir. Garðar spilaði síðast með þýska liðinu Unterhaching en hefur auk þess spilað í Búlgaríu, Austurríki og í Svíþjóð.