Garner útskrifaður og á leið heim
29. september, 2014
Matt Garner hefur verið útskrifaður af Landspítalanum en Garner meiddist mjög illa í leik með ÍBV í gær. Garner fótbrotnaði illa, báðar pípurnar fóru í sundur rétt fyrir ofan ökkla á vinstri löpp. Varnarmaðurinn sterki var fluttur til Reykjavíkur í sjúkraflugvél og fór í aðgerð seint í gær. Aðgerðin heppnaðist vel en Bjartey Hermannsdóttir, unnusta Garners sagði í samtali við Eyjafréttir að þau væru á leiðinni heim til Eyja á morgun.
�??Hann kom bara ágætlega úr aðgerðinni. Hann er með pinna frá hné niður à ökkla, og má alls ekki tylla löppinni niður í sex vikur og svo verður það skoðað eftir þann tíma og tékkað á stöðunni. Hann er útskrifaður og við stefnum á að fljúga heim á morgun.�??
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst