Gauti �?orvarðarson, framherji ÍBV, hefur gengið til liðs við norska félagið Fløy á láni út tímabilið.
Gauti hefur komið við sögu í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og tveimur leikjum í Borgunarbikarnum.
Í fyrra varð hann markakóngur í 4. deildinni með KFS þar sem hann skoraði 21 mark.
Gauti er 26 ára gamall en hann hefur leikið í Eyjum allan sinn feril með bæði ÍBV og KFS.
Fløy er í 9. sæti í sínum riðli í norsku C-deildinni en Jóhannes Harðarson þjálfaði liðið áður en hann tók við ÍBV síðastliðið haust.