Fimmtán ára gamall drengur, sem slasaðist þegar hann lenti með höndina í marningsvél í fiskverkuninni Godthåb í Nöf í Vestmannaeyjum í gærmorgun, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær. Er líðan drengsins eftir atvikum að sögn læknis á Landspítala.