Gerðu jafntefli gegn Keflavík
17. apríl, 2010
Keflavík mistókst að taka toppsætið í 3. riðli Lengjubikarsins þegar þeir náðu aðeins jafntefli gegn ÍBV í Reykjaneshöllinni í dag. Guðmundur Steinarsson hafði komið Keflavík yfir í fyrri hálfleiknum. Þá hafði verið brotið af honum innan vítateigs og dæmd vítaspyrna. Guðmundur tók spyrnuna sjálfur en Albert Sævarsson varði frá honum. Guðmundur tók hinsvegar frákastið og skoraði.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst