2. flokkur karla hjá ÍBV lék afar mikilvægan leik í gær þegar peyjarnir tóku á móti Stjörnunni en þrjú lið berjast nú um að komast upp í A-deild næsta sumar. Fram trónir á toppi B-deildar með 35 stig en fyrir leikinn í gær var Stjarnan í öðru sæti með 34 stig og ÍBV í því þriðja með 33. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn 0:0 en Stjarnan hefur leikið einum leik meira en Fram og ÍBV.