Fyrsti griðastaður fyrir mjaldra verður að veruleika í Vestmannaeyjum eftir rúmar tvær vikur. Undirbúningur komu tveggja mjaldrasystra frá Kína er að ljúka en þeir koma með flugi hingað til lands þann 16. apríl.
Árið 2016 spurðu forsvarsmenn Merlin Entertainment, næststærsta afþreyingarfyrirtækis heims, yfirvöld í Vestmannaeyjum hvort vilji væri til að taka á móti mjöldrum úr kínversku sædýrasafni, og leyfa þeim að búa í Klettsvík, þar sem Keikó heitinn dvaldi. Merlin er í samstarfi við góðgerðarsamtökin Sea Life Trust, sem bjarga smáhvölum og höfrungum úr óviðunandi aðstæðum.
Ásamt griðastað fyrir mjaldrana mun Sea Life Trust opna gestastofu fyrir mjaldrana og björgunarmiðstöð fyrir lunda og önnur sjávardýr sem áður voru íbúar Sæheima. Gestastofan opnar á morgun, laugardag, klukkan eitt fyrir heimamenn og þar stendur þeim til boða að koma borga sig inn á á hefðbundnu aðgangsverði sem er 3500 krónur en fá í kjölfarið ársmiða á gestastofuna, sama gildir um börn, 6-12 ára börn borga 2350 krónur inn og fá ársmiða. Börn yngri en 6 ára fá frítt inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst