Heimir Hallgrímsson segir í samtali við sænska netmiðilinn www.fotbollskanalen.se að hann geti lært mikið af Lars Lagerbäck, sem nú er orðaður sterklega stöðu þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins, www.mbl.is. „Þetta er mikill heiður og ég trúi því að ég geti lært mikið af Lagerbäck,“ segir Heimir.