Gísli Matthías er Eyjamaður vikunnar
2. júní, 2024
gisli_sigmars
Gísli Matthías Sigmarsson.

Sjómannadagurinn skipar stóran sess í menningarlífi eyjamanna. Metnaðarfull dagskrá var í boði alla helgina og er það Sjómannadagsráð sem fer með skipulagningu hennar. Formaður ráðsins er Gísli Matthías Sigmarsson og er hann því Eyjamaður vikunnar.

Fullt nafn: Gísli Matthías Sigmarsson.

Fjölskylda: Ég er sonur Sigmars Gísla og Ástu Kristmannsdóttur. Systir mín heitir Ágústa Dröfn og bróðir Sæþór Birgir og svo er ég trúlofaður apótekaranum Barboru.

Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei fyrir utan stutt stopp í Vélskólanum í Reykjavík.

Mottó: Ef maður gerir aldrei neitt þá gerist aldrei neitt.

Síðasta hámhorfið: Brigands The Quest For Gold.

Uppáhalds hlaðvarp: Vera Illugadóttir.

Uppáhalds kvikmynd: Dettur ekkert í hug.

Aðaláhugamál: Ég hef gaman af útivist, ferðalögum og að kafa. svo er ég alltaf eitthvað að brasa í bílskúrnum.

Hver er þinn helsti kostur: úff..

Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án:

Náðarstundar á salerninu.

Hvað óttast þú mest: Að vera valinn Eyjamaður vikunnar.

Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bob Dylan, Johnny Cash, Creedence, Sigurður Guðmunds og Memfismafían koma fyrst upp í hugann. Frábær platan, Okkar menn í Havana, með Sigurði Guðmundssyni.

Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Það er enginn að pæla í hvað þú ert að gera nema þú sjálfur.  

Hvað er velgengni fyrir þér: Ætli það sé ekki bara að vera ánægður með það sem þú ert að gera og hefur gert. Allavega ekkert veraldlegt.

Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár: Ég sé nú ekki einu sinni fyrir mér hvar ég verð á morgun.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Galapagos eyjar, Kúba og Amazon frumskógurinn, samt líður mér alltaf best úti í Suðurey.

Nú ertu nýbúinn að skipta um starf, hvernig kanntu við þig á Herjólfi: Mjög vel, það er frábær mórall þarna um borð.

Er það starf frábrugðið því sem þú sinntir áður á Breka VE: Já þetta er svolítið frábrugðið því að vera á togara en þó er margt keimlíkt.

Hvað ertu búinn að vera lengi í Sjómannadagsráði: Það eru einhver 7 ár giska ég.

Hvernig er undirbúningur búinn að ganga: Undirbúningur er búinn að ganga mjög vel, við erum ávallt með flottan hóp duglegra manna í Sjómannadagsráði og góða styrktaraðila sem koma að deginum með okkur. Það er mikil vinna lögð í sjómannadaginn ár hvert og margra vikna undirbúningur og útréttingar. En þetta er alltaf virkilega skemmtilegt.

 Hvað verður í boði um helgina: Við erum með að ég tel eina flottustu dagskrá á landinu um sjómannadagshelgina og við reynum að toppa á hverju ári.

 Á fimmtudaginn er sjómannameistarinn í pílu og sjómannabjórinn kynntur við hátíðlega athöfn á Brothers Brewery.

Á föstudaginn er sjómannagolfmót Ísfélagsins og Ný Dönsk upp í höll.

Á laugardaginn gerum við góðan dag fyrir krakkana. Þar er Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns, svo er fjör á Vigtartorgi, Hoppukastalar, koddaslagur, kappróður, blaðrarinn mætir, ÍBV gefur poppkorn og Kjörís gefur ís. Svo verður Bylgjuhraðlestin með okkur í ár ásamt matarvögnum.

Á sunnudaginn fögnum við svo saman á Stakkagerðistúni eftir sjómannamessu. Þar heiðrum við sjómenn og minnumst þeirra sem hafa fallið frá, lúðrasveit og karlakórinn taka nokkur lög. Það er kaffi á vegum Eykyndils í Akóges ásamt flottri afþreyingu fyrir börnin á Stakkó.

Eitthvað að lokum: Fjölmennum á dagskránna um helgina og tökum þátt. Sjómannadagurinn hefur mikla þýðingu í menningu og samfélagi Vestmannaeyja.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst